top of page
Search

Umfjöllun hjá DFS.is

Púlsinn er nýtt sunnlenskt raf- og kæliþjónustufyrirtæki í eigu Birkis Guðna Guðnasonar, Bjarka Orrasonar og Kristins Jónssonar. Birkir, sem er fæddur og uppalinn Ólafsfirðingur en býr á Hofteig í landi Byggðarhorns við Votmúla, er vélfræðingur, vélvirkjameistari og rafvirki sem hefur m.a. starfað hjá Expert, Rafiðnaðarsambandinu, Fossraf, Johann Rönning og Frostmark. Bjarki er vélfræðingur sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík og hefur m.a. sinnt vélstjórnarstarfi á skipum Björgunar og hjá Expert og Kristinn, fæddur og uppalinn á Selfossi er útskrifaður vélfræðingur, vélvirkjameistari og rafvirki sem hefur m.a. starfað hjá Expert og hjá framkvæmda- og veitusviði Árborgar.


Þremenningarnir kynntust þegar þeir störfuðu saman hjá Expert kælingu í um 8 ár og eru þeir allir með vottuð réttindi í að meðhöndla F-gas kælimiðla. Birkir og Kristinn eru með Meistarabréf í vélvirkjun og verða komnir með Meistarabréf í Rafvirkjun fyrir jól. „Við erum með um 10 ára reynslu á kæli og frystikerfum, höfum sett upp mikið af Co2 kæli- og frystikerfum t.d. hjá Nettó og Lýsi. Höfum einnig verið í uppsetningum á stærri kæli- og frystikerfum í eldhúsum og vöruhúsum,“ segja þeir í samtali við Dagskrána en Púlsinn hefur aðsetur á Selfossi og í Mosfellsbæ.


Lesa má greinina í heild sinni á vef DFS.is hér.




 
 
bottom of page